Styrkjum samband okkar við Norður Ameríku
29.11.2008 | 22:03
Skoðum Bandaríkjadollar eða Kanadískan Dollar og í samstarfssamhengi sem stefnir að því að styrkja samband okkar við Bandaríkin og Kanada. Það eru allt að 200.000 Vestur Íslendingar sem búa í Kanada og 500.000 í Bandaríkjunum, þar sem enn eru margar sterkar rætur til staðar sem ekki hafa brostið þrátt fyrir vandræðagang í kringum herstöð og annað seinustu ár.
Við höldum að sjálfsögðu áfram að styrkja samband okkar við Evrópu og ef að eftir þjóðaratkvæðagreiðslu við ákveðum að ganga að samningum um inngöngu í ESB stoppar það okkur ekkert þó að við tökum upp dollar núna til að bjarga okkur undan krónulíkinu...
Skoðið þessa tvo Facebook hópa sem styðja þessar hugmyndir.
Iceland North America Alliance
http://www.facebook.com/group.php?gid=52098381302
Grænt Bandalag Við Bandaríkin
http://www.facebook.com/group.php?gid=42789560971
Allt opið í gjaldeyrismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við erum í miklu sambandi við evrópu og því ekki raunhæft að taka upp aðra mynt en evru.
Ef við tækjum upp Dollar væri samband okkar við evrópu meira og minna úr sögunni.
Okkar viðskipti eru meginhluta við evrópu og við höfum tekið upp um 70% af þeirra regluverki.
Það er því óraunhæft að taka upp annan gjaldmiðil en evru hvort sem okkur líkar betur eða verr
Kjósandi, 29.11.2008 kl. 22:41
Kjósandi - Hvað er raunhæft og ekki þarf einmitt að koma í ljós núna með umræðum um hlutina. Upptaka evru hefur þann ókost að geta tekið mörg ár svo hún er ekki raunhæf til að bjarga okkur út úr þessum krónuvanda næstu mánuði.
Ef síðan þjóðin ákveður að ganga í ESB er heldur ekkert því til fyrirstöðu að skipta þá aftur úr dollar yfir í evru.
Róbert Viðar Bjarnason, 29.11.2008 kl. 22:46
Mér líst vel á þetta og er orðin meðlimur
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 29.11.2008 kl. 23:04
USD er málið vegna vantrúar þeirra sem pípa allan daginn um krónuna. Gjaldmiðill er tiltrú ekkert annað. Þetta er vara sem þarf að selja.Svo við getum öll selt hana þarf að hafa trú á vörunni.
Sleppum því að fleyta krónunni.Semjum við Seðlabanka Bandaríkjana ( Ekki ríkisbanki) og vinnum okkur útúr atvinnuleysinu sem mun fylgja upptöku annars gjaldmiðils en krónunar.
Tori, 30.11.2008 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.