Barclays Bank er með krónu 12% sterkari en Seðlabanki Íslands!
5.12.2008 | 17:36
Barclays er núna með Evru á 138 krónur meðan visir.is, frá Seðlabanka, 154 krónur. Semsagt krónan er um 12% sterkari hjá Barclays heldur en Seðlabanka Íslands...
Hefur krónan raunverulega styrkst um tugi prósenta á nokkrum dögum í London eða er þetta bara merki um að með haftalegri handstýringu er hægt að gera kraftaverk?
Krónan styrktist um 11,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Davíð er sannkölluð hetja
The Critic, 5.12.2008 kl. 17:52
Já ég var að skoða þetta aðeins og svo virðis sem að allir þeir erlendu bankar sem hafa verið með viðskipti í krónum í dag séu að skrá hana um það bil 10 % sterkari en Seðlabankinn, hvað veldur er ég ekki viss um. Eina rökrétta skýringin sem ég finn er að komin sé markaður erlendis með krónu sem byggist þá á því að bankarnir séu að taka stöðu með krónunni. ef það er rétt til getir er krónan heldur betur sprelllifandi en ekki dauð eins og margir hafa talið.
Guðmundur Jónsson, 5.12.2008 kl. 23:53
Guðmundur - Þetta er athyglisverð ráðgáta - aðalhagfræðingur Seðlabanka verður hjá Björn Inga í Markaðinum í fyrramálið. Vonandi verður varpað einhverju ljósi á þetta þar. En það er á hreinu að þessi gjaldeyrishöft hljóta að spila mjög stórt hlutverk og það er orðaleikur að kalla krónuna á floti þar sem höftin hefta eðlilega verðmyndun.
Róbert Viðar Bjarnason, 6.12.2008 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.