Áróður og orðaleikir

Núna er heldur betur verið að leika með tilfinningar og fjármál landsmanna.  Stjórnmálamenn halda því fram að krónan sé komin á floti og það komi ánægjulega á óvart! hversu mikið hún hafi styrkst.  Blog eruð skrifuð um að núna sé krónan að sýna í hvað henni býr og lengi hún lifi... Fólk hættir að mótmæla...

Það er augljóst frá hagfræðingum og öðrum sérfræðingum sem skrifa í blöð og koma fram í sjónvarpi að krónan er ekki kominn á flot og markaðurinn er ekki að mynda neitt verð sem marktakandi er á.  Þeir segja ennfremur að Seðlabanki og Ríkisstjórn geti og hafi einfaldlega ákveðið að núna skildi krónan styrkjast.  En almenningur nennir ekki að hlusta á flókin rök sérfræðinga heldur kíkir bara á visir.is og sér að krónan hefur styrkst um 20%, reiknar út skjótfenginn "gróða" á myntkörfulánum og opnar kannski þessa seinustu flösku af kampavíni sem átti að geyma þangað til kreppan var búin...

En raunveruleikinn bíður handan við hornið, þessi gjaldeyrishöft voru ekki í plani IMF og sjóðurinn hefur sagt að við fáum ekki frekari fyrirgreiðslu fyrr en þessum höftum verður lyft.  Síðan er mjög raunveruleg áhætta að bestu fyrirtæki Íslands eins og CCP hverfi með sínar aðalstöðvar úr landi ef erlendir fjárfestar geta ekki komið að þeirra starfsemi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband