Perlur og Svín 2
27.12.2008 | 00:03
Mikiđ var nú gaman ađ horfa aftur á kvikmyndina Perlur og Svín eftir Óskar Jónasson í kvöld. Gaman ađ sjá ţjóđfélagsádeilu skrifuđ um 1995, ţar sem stćrsti draumur Íslenskra fjölskyldna var ađ komast í siglingu um Karabíska hafiđ og svartir samningar um vodka og Lödur viđ rússneska sjómenn voru raunveruleiki sumra. Finnbogi, ein ađal sögu"hetjan" í myndinni gerir fyrst skuldsetta yfirtöku á bakaríi á Grettisgötu og síđan ađra skuldsetta yfirtöku á bílfarmi af hjálpartćkjum ástarlífsins - síđan reddar Lísa, klára konan hans, öllu á endanum.
Mađur sér alveg fyrir sér beint framhald á ţessari mynd: Perlur og Svín 2, ţar sem Finnbogi er orđin útrásarvíkingur og gerir enn stćrri skuldsettar yfirtökur og lendir í enn meira klúđri ţar sem Lísa fer frá honum og hann ađ lokum kemur Íslandi á hausinn..
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:53 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.