Samþykkja allir Samfylkingarþingmenn Icesave?
12.6.2009 | 20:45
Ólína Þorvarðardóttir ýjar að því í Kastljósi að hún ætli ekki að taka ákvörðun um hennar atkvæði vegna Icesave fyrr en allar upplýsingar liggi á borðinu. Hún segir þetta í beinu samhengi við vafa um að hægt sé að nota eignir Landsbankans uppí Icesave vegna annarra kröfuhafa og uppkomandi lögsókna á hendur Íslandi vegna neyðarlagana sem breyttu forgangsröðun kröfuhafa í þrotabúið...
Hér er samtalið orðrétt:
Sigmar Guðmundsson - En bara örstutt frá ykkur um þetta. Getum við risið undir þessu?
Ólafur Arnarson - Ég veit það ekki. Við vitum ekki hvort að við fáum að nota eignir Landsbankans, það mun reyna á það fyrir dómstólum, en neyðarlögin frá því í haust þau rugluðu kröfuröðinni í þetta þrotabú landsbankans. Þannig að innistæðurnar voru setta ofar öðrum kröfum, það er ekki víst að það haldi, ég er ekkert að fullyrða að það haldi ekki, en við vitum það ekki.
Ólína Þorvarðardóttir - Ég vil reyndar taka undir það með þér að það er náttúrlega mjög brýnt áður en Alþingi leggur blessun sýna yfir þennan samning að það liggi mjög skýrt fyrir og mjög nákvæmar upplýsingar um hvað verður um þetta allt saman, eignir Landsbankans og mat þeirra upp í þetta. Og það er náttúrlega ýmislegt annað sem við verðum að hafa algjörlega borðleggjandi áður en við leggjum blessun okkar yfir samninginn.
Sjálfstæðismenn til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.6.2009 kl. 01:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.