Tökum skellinn núna!

Ef IceSave á að lenda á okkur - tökum þá skellinn núna, ekki eftir 7-15 ár.

Ef þetta lendir á okkur er helmingur af ábyrgðinni hjá þeim alþingismönnum sem samþykktu EES samninginn 1993 og hinn helmingurinn hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar sem leyfðu IceSave að vaxa gríðarlega í Bretlandi, opna í Hollandi og hlustuðu á ekki á varnarorð fjármálastofnanna um heim allan.  Hvar verða þessir ábyrgu einstaklingar og þeir sem kusu þá eftir 7 til 15 ár, hversu margir verða á lífi og hversu margir verða komnir á eftirlaun?

Það er algjörlega siðlaust að velta þessari ábyrgð yfir á komandi kynslóðir - ef við neyðumst til að taka þetta á okkur, tökum þá skellinn núna á meðan einhver hluti af þeim sem bera ábyrgð eru ennþá að borga skatta...


mbl.is Þjóðarbúið ekki á hliðina vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

ég skulda ekki krónu í þessu. ekki frekar en þú.

ég neita að borga skuldir útrásarvíkinga!!!!!

ThoR-E, 28.6.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband