Yfirvofandi þjóðargjaldþrot?

Fyrsta frétt á Stöð 2 í gær var að erlendar skuldir þjóðarbúsins væru komnar í 253% af landsframleiðslu Íslands og að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miðar við 240% sem þau mörk sem þýða að Ísland sé í raun gjaldþrota.

Erlendar skuldir Íslands tvö- til þreföld landsframleiðsla
http://visir.is/article/20090701/FRETTIR01/661921097

Síðan í morgun lýsir Atli Gíslason frá Vinstri Grænum því yfir að: "...hvort ekki væri betra að lýsa yfir greiðsluþroti og mæta því strax í stað þess að fresta vandanum."

Atli Gíslason: Kannski betra að lýsa yfir þjóðargjaldþroti
http://visir.is/article/20090702/FRETTIR01/354034253/-1

Ég get ekki annað en verið sammála Atla. Er ekki best að horfast í augu við staðreyndir og taka á hlutunum eins og þeir eru? Að berjast áfram og reyna að borga eitthvað sem við munum aldrei geta staðið við á eftir að keyra hagkerfið hérna í kaf og valda landsflótta af stærðargráðu sem ekki hefur sést hérna síðan á 18. og 19. öld.


mbl.is Dýrustu milljarðar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með Atla, við erum gjaldþrota ,viðurkennum það bara strax.

Heimska og/eða  skítlegt eðli fyrrverandi  forystumanna sjálfstæðiðflokks, og framsóknarflokks svo og  lögfræðinga , sem hönnuðu lagaumgjörðina um bankaútrásina er ófyrirgefanleg og verður svo um alla framtíð. Ég frábið mér þeirrar lesningar, þegar þessir sömu svokallaðir stjórnmálamenn  fara að gefa út æfiminningar sínar til að klóra í bakkann og kría út samúð hjá þjóðinni.  

Fari þeir til mánans allir sem einn.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband