Svik Vinstri Grænna við lýðræðið
16.7.2009 | 17:54
Á Íslandi er fulltrúalýðræði þar sem almenningur kýs stjórnmálaflokka til 4 ára vegna stefnu flokka og kosningaloforða. Kosningaloforð eru oft brotinn en það er ekki eins algengt að stefna flokka sé brotinn í risastórum málum.
Eftir kosningar skiptust þingsæti á milli flokkanna eftir því hversu mörg atkvæði voru greidd hverjum flokki og eftir landshlutum.
Hér er yfirlit yfir stefnur flokkanna fyrir kosningar í samhengi við nýsamþykkta ESB tillögu.
Samfylkingin
Lofaði ESB og stóð við sína stefnu í einu og öllu.
Sjálfstæðisflokkurinn
Mælti með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og stóð við sína stefnu í einu og öllu.
Framsóknarflokkurinn
Setti ströng skilyrði fyrir ESB umsókn, sem varð ekki niðurstaðan í þingsályktunartillögu þar sem eru engin skilyrði, bara samningsmarkmið sem er töluvert teygjanlegt hugtak. Stóð að mestu við sína stefnu.
Borgarahreyfingin
Hafði enga stefnu í ESB málum en flestir þingmenn höfðu talað um stuðning við aðildarviðræður en ég held að flestir kjósendur flokksins séu sáttir við að stuðningur við ESB umsókn á þessum forsendum hafi ekki verið samþykktur vegna IceSave.
Vinstri Grænir
Hörðustu andstæðingar ESB, vildu alls ekki sækja um á neinum forsendum. Töluðu reyndar um að setja þetta í lýðræðislegan farveg sem mátti skilja sem það yrði hugsanlega haldin þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sótt yrði um aðild. Algjör svik við sína kjósendur þar sem þeir samþykja 180 gráðu stefnubreytingu á sinni flokksstefnu nokkrum mánuðum eftir kosningar.
Ég get ekki betur séð en að lítill minnihluti, kannski 30%-35%, þjóðarinnar sé á bak við umsókn að ESB á þessum forsendum sem settar voru fram í þingsályktunartillögunni og þessi lýðræðissvik virðast vera að mestu í boði Vinstri Grænna. Meirihluti kjósenda á alltaf að ráða þó að við búum við þetta ófullkomna fulltrúalýðræði.
Blendnar tilfinningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.7.2009 kl. 17:47 | Facebook
Athugasemdir
'lítill minnihluti, kannski 30%-35%'
Sammála - þetta er ofbeldi, svik, afbökun, alræði. Steingrímur Joð tekur hlutverk frelsarans, fórnar sér á krossinum og vonast svo eftir upprisu og eilífu lífi sem besti kvislingurinn. Ekki það að ég er viss um að Ögmundur eða aðrir hefðu tekið þetta eftirsótta hlutverk ef það hefði verið í boði.
Þetta getur aldrei batnað fyrr en við skiljum að stjórnvöld eru ekki foreldrar okkar, heldur mótherjar. Ekki kannski 'ill' (þó maður geti ekki annað en spáð í því), en mótherjar, eins og sá sem spilar gegn þér í póker eða matador.
Við þurfum stjórnarskrá sem ver réttindi einstaklinga og takmarkar völd stjórnvalda.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.