Landsbankaleiðin

Þegar ég heyrði fyrst talað um Landsbankaleiðina frá Svavari í fjölmiðlum þar sem hann lýsti henni sem "breakthrough" varð ég strax mjög efins - auðvitað væri frábært ef Landsbankinn gæti borgað þetta eins og honum bæri sem einkabanka.  Það varð fljótt ljóst að þessi Landsbankaleið virtist vera stórfeld rökvilla frá hendi samninganefndarinnar þar sem ábyrgðin mundi lenda á Íslenska ríkinu á endanum, í samningnum sem þeir komu með heim.  Það þurfti enga Landsbankaleið til að forgangskröfur í þrotabú bankans mundu fara í að borga innistæðueigendum.

Ég skrifaði færslu um þetta sama mál í sumar: Boðið upp í Landsbankaleiðar spuna

Núna virðist vera að koma í ljós að Svavar og hans menn kunna að hafa vísvitandi leynt Íslenska ráðamenn gögnum sem buðu upp á aðra möguleika en þessa Landsbankaleið til þess að gera þeirra "glæsilegu niðurstöðu" trúverðuglegri.  En vonandi hefur ekkert leynimakk átt sér þarna stað, við þurfum ekki meira af svona vinnubrögðum á okkar Nýja Íslandi...

 


mbl.is Steingrímur segist trúa Össuri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband