Páskahittingur Hugmyndaráðuneytisins í dag um Lýðræði 2.0

Í dag verður fundur í Hugmyndahús Háskólanna (gamla Erlingsen/Saltfélagið), Grandagarði 2 kl. 16:30 á vegum Hugmyndaráðuneytisins.

Farið yfir helstu þróun innan grasrótarinnar í tæknilegum lausnum hvað varða nútímavæðingu lýðræðis á Íslandi. Sýnt verður  hvað þegar hefur verið gert nú þegar og hugmyndafræðin á bak við það kynnt. Einnig verður farið í framtíðarhugmyndir um beinna lýðræði með aðstoð tækninnar, hvernig almenningur getur fengið rödd á Alþingi og þannig veitt stjórnmálamönnum aðhald.

Hugmyndir um framvísun atkvæða, samræðustjórnmál og aðgengi almennings að ferlum í ákvarðanatöku verða ræddir auk þess sem farið verður yfir mikilvægi þess að búa til sameiginlegan umræðugrundvöll um þjóðmálin.

Hér er því gott tækifæri fyrir pólitíska áhugamenn að fá beint í æð það sem kraumar í grasrótinni um málefni lýðræðisþróunarinnar.

Að lokum verða pallborðsumræður og spjall.

Sjá meira hér á Facebook:
http://www.facebook.com/event.php?eid=67194099434

Ég verð þarna með kynningu á Skuggaþingi, http://beint.lydraedi.is/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband