Frömdu Íslendingar einn stærsta fjármálaglæp sögunar?

Horfa erlendir innistæðueigendur og kröfuhafar kannski svona á þetta?

Bankarnir fóru á hausinn - það eru búnar til nýjar kennitölur í flýti síðan öllum helstu verðmætum stolið af gömlu kennitölunum og fluttar yfir á nýju kennitölurnar - að lokum eru innistæður og skuldir til erlendra kröfuhafa skildar eftir á gömlu kennitölunum og þessar kennitölur látnar fara í þrot...

Síðan byrja þeir sem eiga mikið af sparifé að kvarta um leið og það er byrjað að tala um einhverja leiðréttingu fyrir þá sem skulda og átta sig ekki á því að Íslenskir skattgreiðendur eru kannski að taka þátt í einum stærsta fjármálaglæp sögunar til að bjarga sparifé þeirra sem áttu mikið inní bönkunum...

Var ekki gjaldþrot Kaupþings, eitt og sér, þriðja stærsta gjaldþrot heimssögunar?

Ég vona að það sé ekki litið svona á þetta...


mbl.is Kæra Ísland vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jebb, glæpamenn alveg frá landnámi það verður ekki af okkur tekið....

zappa (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 02:36

2 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

það sorglega við þetta er að langflestir íslendingar eru búnir að losa sig við þetta ránseðli fyrir löngu...  Það hefði líklega verið best að láta bankana fara í þrot, stofna nýja "hreina" banka og ekki að tryggja innistæður nema upp að þessu 3m hámarki sem EES setur.  Mikið af Íslenskum fyrirtækjum hefðu þá þar með lent í eigu erlendra kröfuhafa, en hefði það skipt okkur meðal-íslendinga einhverju máli miðað við hamfarirnar sem gætu lent á okkur núna eftir þessa vafasömu bókhaldsgjörninga?

Spurning hvort Interpol hafi lögsögu yfir fyrrverandi ráðherrum og Alþingismönnum?

Róbert Viðar Bjarnason, 1.5.2009 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband