Grein 16.3. Waiver of Sovereign Immunity

Sá þessari fyrirsögn í samningnum bregða fyrir á RÚV í samhengi við að það mætti ganga á eignir Íslands ef við eigum ekki pening til að borga.  Hér er þessi grein í heild sinni, rituð upp eftir skjánum á frétt RUV.

"16.3. Waiver of Sovereign Immunity

Each of the Guarantee Fund and Iceland consents generally to the issue of any process in connection with Dispute and to the giving of any type of relief or remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its property or assets (regardless of its or their use or intended use) of any order or judgment.  If either the Guarantee Fund or Iceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction.  Each of the Guarantee Fund and Iceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets."

Enskur lögfræðitexti er ekki auðveldur að lesa... En ég held að þetta þýði að Breskir dómstólar hafa full réttindi til að sækja eignir og eigur Íslendinga upp í þessa skuld, ef við getum ekki borgað, alveg sama hvað þessar eignir eru notaðir í eða hvað þessar eignir á að nota í seinna - hljómar eins og allar okkar eignir þar með talin Landsvirkjun og náttúruauðlindirnar, orka og fiskur mundu falla undir þessa skilgreiningu...

Hér er skilgreining frá Wikipedia á Sovereign Immunity:
“Under International Law, and subject to some conditions, Countries are immune from legal proceedings in another state. This stems from customary international law”

http://en.wikipedia.org/wiki/Sovereign_Immunity

Hér er síðan þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl., fyrrverandi forseta Hæstaréttar, tekið héðan: http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/898974/

„ Afsal á griðhelgi fullveldis

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland samþykkja algerlega hvers konar málsókn gegn sér í sambandi við hvaða deiluefni, sem upp kunna að koma og hvers konar annað réttarúrræði gegn sér, þar á meðal aðför eða fjárnám,  í hvaða eignum eða réttindum ( án tillits til hvaða nota þau eru ætluð) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi.

Ef  Tryggingasjóðurinn eða Ísland, eða hvers konar eigur eða réttindi þeirra,  eiga rétt á griðhelgi í einhverri lögsögu frá málshöfðun eða birtingu annarra skjala í tengslum við hvaða deilu sem er, eða eiga rétt á hvers konar annarri griðhelgi frá lögsögu, lögsókn, dómi, fjárnámi, kyrrsetningu  ( þótt það sé  áður en dómur gengur til þess að tryggja aðför eða annað réttarúrræði)  eða annars konar lögsókn, þá er hér með óafturkallanlega fallið frá griðhelgi á eins algeran hátt og lög viðkomandi lögsögu leyfa.

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland lýsa því einnig óafturkallanlega yfir, að þau samþykki, að gera ekki kröfu um griðhelgi sjálfum sér til handa eða vegna eigna eða réttinda hvors um sig.


mbl.is Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

<Er algerlega orðlaus>

Billi bilaði, 17.6.2009 kl. 23:09

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi samningur stenst ekki stjórnarskrá og yfirvöld hafa því ekkert umboð til að gera slíkan samning. Samningur sem er gerður án umboðs er ekki virði pappírsins sem hann er skrifaður á. Ef reynt verður að framfylgja þessu er ég tilbúinn að taka þann slag af fullri hörku, og mig grunar að það gildi um ansi marga. Það er mikil reiði sem kraumar undir og bíður þess að fá útrás, ef fram heldur sem horfir má búast við að pottum og pönnum verði skipt út fyrir heykvíslar og önnur landbúnaðarverkfæri. (Sbr. tiltækið með beltagröfuna á Álftanesinu í dag!)

Guðmundur Ásgeirsson, 17.6.2009 kl. 23:20

3 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Núna segir visir.is: "Ekki er hægt að ganga að eignum íslenska ríkisins ef stjórnvöld geta ekki staðið við Icesave skuldbindingarnar, eins og fullyrt var í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld, þar sem ríki eru ekki aðfararhæf í málum sem þessum. Þetta segir áhrifamaður innan ríkisstjórnarinnar sem þekkir Icesave samningana."

http://www.visir.is/article/20090617/FRETTIR01/992344039

Ég get ekki betur séð en að grein 16.3. leggi einmitt eignir Íslands þarna að veði og "Waiver of Sovereign Immunity" sé einmitt til að Ísland verði "aðfararhæft"...

Róbert Viðar Bjarnason, 17.6.2009 kl. 23:45

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það verður meira og meira skiljanlegt að stjónin treysti sér ekki til að deila þessum samningi með okkur hinum. Merkilegt að enhver úr innsta kjarna hafi valið að leka saningnum í fjölmiðla.

Héðinn Björnsson, 18.6.2009 kl. 01:43

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég skil Samfó ekki. Hvað er svo gott við ESB að það sé þess virði að henda öllu fyrir félagaskírteinið? Ég skil VG enn verr.

Veit ekki hvort einhver hér hafi lesuð pistil Birgittu um fund hennar og Þórs Saari með hollendingum. Þar spurði hún hreint út, ef þið væruð í okkar sporum, mynduð þið skrifa undir? Svarið var einfalt nei.

Það er verið að selja þjóðina fyrir tyggjóplötu.

Villi Asgeirsson, 18.6.2009 kl. 06:44

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Leyfði mér að henda textanum inn á mitt blogg. Lét auðvitað vita hvaðan hann kom.

Villi Asgeirsson, 18.6.2009 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband