Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Dollar er betri kostur

Það þarf að láta á það reyna hvort hægt sé að semja við Seðlabanka Bandaríkjanna um að skipta út krónunni.  Það ætti ekki að kosta þá mikið að stækka myntkerfi dollars sem nemur íslenskum krónum á gengi sem við ákveðum.  Ef krónunum er hent þá verður ekki devaluation af dollurum í umferð í Bandaríkjunum. Síðan hefur því verið fleygt að Íslensku bankarnir lendi í stórri eigu erlendra banka þannig að lánveitanda til þrautavara kæmi erlendis frá þar. Og það ætti ekki að vera þörf á lánveitanda til þrautavara fyrir okkar seðlabanka þar sem við mundum ekki þurfa okkar eigin seðlabanka ef við tækjum upp dollar.

Bendi á tvær hugmyndir tengdar upptöku dollars.

Grænt Bandalag Við Bandaríkin (Upptaka dollars í samstarfi við Seðlabanka Bandaríkjanna)
http://www.facebook.com/group.php?gid=42789560971

Dollar Strax!
http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/entry/725357/ og http://altice.blog.is/blog/altice/entry/724755/


mbl.is Vilja tengja íslensku krónuna við þá norsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru aðrir möguleikar!

Ég held að mörgu leyti að þessi stefna þar sem mátti ekki tala niður banka og krónur seinustu 18 mánuði hafi valdið algjörri lömun í stjórnkerfinu varðandi getu til að takast á við vandamálið. Hefur maður t.d. ekki heyrt að Gordon Brown var að mæla með IMF láni fyrir Ísland í Mars en það mátti ekki taka það þá þar sem það mundi tala niður bankanna og krónuna?

Það sem maður er hræddur um núna er að við erum um það bil að fara inní annað skeið, með þessari IMF trilljóna krónu fleytingu, þar sem ekki má tala niður krónuna - þannig að það má ekki ræða neina galla eða aðrar hugmyndir á meðan...

En ættla samt að benda á tvær hugmyndir sem bjóða uppá aðra möguleika tengda upptöku dollars.

Grænt Bandalag Við Bandaríkin (Upptaka dollars í samstarfi við Seðlabanka Bandaríkjanna)
http://www.facebook.com/group.php?gid=42789560971

Dollar Strax! (Einhliða upptaka  dollars)
http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/entry/725357/ og http://altice.blog.is/blog/altice/entry/724755/

 


mbl.is Hið fullkomna fárviðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænt, laust bandalag við Bandaríkin

Hér er fyrsta blog!

Hæ, ég heiti Róbert Viðar og er víst frumkvöðull, stofnaði mitt fyrsta "fyrirtæki" 12 ára með Guðjóni Má Guðjónsyni, seinna kenndur við Oz - var einn af stofnendum centrum.is (Miðheima ehf) sem var fyrst fyrirtækja til að bjóða íslendingum aðgang að Vefnum 1993 - handhafi tveggja BAFTA verðlauna í Bretlandi með fyrirtæki sem heitir Ideaworks3D og góðum vini Þorsteini Högna Gunnarsyni - hef búið í Kópavogi, Reykjavík, Kaupmannahöfn, San Francisco og bý núna í London.

Fyrstu hugleiðingar eru í kringum hugmynd sem ég hef verið að kynna og hefur stuðning yfir 500 Íslendinga á Facebook. 

Hér er hugmynd um að Íslendingar, tengist aftur okkar gamla Vínlandi og semji við Bandaríkin um laust bandalag. Allt að 500.000 Vestur Íslendingar búa í Bandaríkjunum og það eru margar sterkar rætur til staðar sem hafa ekki brostið þrátt fyrir vandræðagang í kringum herstöð og annað seinustu ár.

Bandalagið gæti í megin atriðum snúið að þremur hlutum:
1. Ísland tekur upp bandaríkjadollar í samstarfi við Seðlabanka Bandaríkjanna sem getur stækkað myntkerfi bandaríkjadollars án mikils kostnaðar.
2. Víðtækur samstarfssamningur um græna orku og hefur Ólafur Ragnar, forseti, þegar rætt þau mál aðeins við Obama, eins og kom fram í sjónvarpinu 5. nóvember.
3. Tvíhliða atvinnusamningur þar sem Bandaríkjamönnum er frjálst að vinna á Íslandi og Íslendingum er frjálst að vinna í Bandaríkjunum.

Kostir fyrir Ísland:
* Lánsþörf Íslands minkar til muna, hugsanlega hægt að sleppa IMF láni að mestu leyti.
* Í stað 15+ ríkja sem deila um stefnu Evrunnar eru aðeins Bandaríkin sem stjórna bandaríkjadollar.
* Traustasta mynt í heimi og lágir vextir.
* Laðar að erlenda banka og bandarísk, græn hátæknifyrirtæki.

Kostir fyrir Bandaríkin:
* Samstarfið gæti orðið ein af burðarstoðum grænu byltingar Obama. Ísland er í fararbroddi varðandi hátækniþróun í grænni orku. Vegna smæðar landsins er hægt að skipta fljótt yfir í nýja tækni, eins og vetni, og getur allt landið orðið markaðstilraunasvæði fyrir græna tækni.
* Obama hefur lofað Bandaríkjamönnum að búa til 5 milljón störf í grænni tækni, sem fyrst til að spyrna við kreppunni. Íslenskt hugvit getur hjálpað honum að ná þessu markmiði hraðar.

Við skorum á Forseta lýðveldisins, Ríkisstjórn og Alþingi og skoða þessa hugmynd alvarlega sem allra fyrst!

Ef þú ert sammála um að skoða þessa hugmynd, skráðu þig í gegnum Facebook hér: http://www.facebook.com/group.php?gid=42789560971


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband