Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Klofnir stjórnmálaflokkar í ESB málum

Eru ekki allir stjórnmálaflokkar klofnir hvað varðar ESB?  Jafnvel Samfylking hefur líklega 10%-20% sem vilja ekki ganga í ESB.  Ef það er kosið tvisvar í þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst um hvort eigi að fara í aðildarviðræður og síðan hvort eigi að ganga í ESB er hægt að stoppa að algjör pólitísk óreyða verði í kringum þetta eina mál.  Íslendingar eru með önnur mjög alvarleg stór mál sem þarf að leysa líka og það er ótækt ef að pólitískt innanflokkastríð yfir ESB tefji þessar lausnir.

mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Topp 10 Pólítískar Áskoranir á Facebook

Það eru yfir 80.000 Íslendingar á Facebook og þessi samskiptavefur er orðin mikilvægur vettvangur fyrir hugmyndalýðræði Íslendinga.  Til gamans er hér topp 10 listi yfir þær áskoranir sem ég hef fundið.  Ef ég hef misst af áskorun látið mig vita.

 Facebook hópur  Fjöldi  Nýskráðir
1.Ekki meir Geir6.894+240
2.Áskorun til RÚV um að sýna "Zeitgeist Addendum"4.171+81
3.Ákall til þjóðarinnar3.851+1
4.Nóvemberáskorunin3.294+1
5.Iceland North America Alliance2.469+508
6.Áskorun á Alþingi að grípa til aðgerða STRAX, fyrir samfélagið2.309+1
7.Ísland í ESB1.756+4
8.Ísland EKKI í ESB!1.402+43
9.Burt með Geir H. Haarde1.351+73
10.Grænt Bandalag Við Bandaríkin1.174+151

Áróður og orðaleikir

Núna er heldur betur verið að leika með tilfinningar og fjármál landsmanna.  Stjórnmálamenn halda því fram að krónan sé komin á floti og það komi ánægjulega á óvart! hversu mikið hún hafi styrkst.  Blog eruð skrifuð um að núna sé krónan að sýna í hvað henni býr og lengi hún lifi... Fólk hættir að mótmæla...

Það er augljóst frá hagfræðingum og öðrum sérfræðingum sem skrifa í blöð og koma fram í sjónvarpi að krónan er ekki kominn á flot og markaðurinn er ekki að mynda neitt verð sem marktakandi er á.  Þeir segja ennfremur að Seðlabanki og Ríkisstjórn geti og hafi einfaldlega ákveðið að núna skildi krónan styrkjast.  En almenningur nennir ekki að hlusta á flókin rök sérfræðinga heldur kíkir bara á visir.is og sér að krónan hefur styrkst um 20%, reiknar út skjótfenginn "gróða" á myntkörfulánum og opnar kannski þessa seinustu flösku af kampavíni sem átti að geyma þangað til kreppan var búin...

En raunveruleikinn bíður handan við hornið, þessi gjaldeyrishöft voru ekki í plani IMF og sjóðurinn hefur sagt að við fáum ekki frekari fyrirgreiðslu fyrr en þessum höftum verður lyft.  Síðan er mjög raunveruleg áhætta að bestu fyrirtæki Íslands eins og CCP hverfi með sínar aðalstöðvar úr landi ef erlendir fjárfestar geta ekki komið að þeirra starfsemi.

Barclays Bank er með krónu 12% sterkari en Seðlabanki Íslands!

Barclays er núna með Evru á 138 krónur meðan visir.is, frá Seðlabanka, 154 krónur.  Semsagt krónan er um 12% sterkari hjá Barclays heldur en Seðlabanka Íslands...

https://www.business.barclays.co.uk/BRC1/jsp/brcscontrol?site=bbb&task=ExchangeRatesDetail&currencyCode=EUR

Hefur krónan raunverulega styrkst um tugi prósenta á nokkrum dögum í London eða er þetta bara merki um að með haftalegri handstýringu er hægt að gera kraftaverk?


mbl.is Krónan styrktist um 11,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir 1.000 Íslendingar styðja Grænt Bandalag Við Bandaríkin

Hópurinn Grænt Bandalag Við Bandaríkin á Facebook er núna með yfir 1.000 stuðningsmenn.  Síðan er nýi enski hópurinn okkar nú þegar að nálgast 2.000 stuðningsmenn.

Grænt Bandalag Við Bandaríkin
http://www.facebook.com/group.php?gid=42789560971

Iceland North America Alliance
http://www.facebook.com/group.php?gid=52098381302


Getur græn orkuþekking bjargað Íslandi?

Þekking á grænni orku gæti verið lykillinn að því að hjálpa Íslandi út úr kreppunni.  Þessi þekking ásamt fiski og orkunni sjálfri er það sterkasta sem Ísland hefur að bjóða umheiminum.

Ég mæli með að skoða Iceland North America Alliance sem berst einmitt fyrir því að koma á Grænu Orkubandalagi við Bandaríkin og Kanada.  Við erum þegar komin með yfir 1.200 meðlimi í þennan nýja hóp sem varð til út úr eldri hóp sem heitir Grænt Bandalag Við Bandaríkin.

Iceland North America Alliance
http://www.facebook.com/group.php?gid=52098381302

Grænt Bandalag Við Bandaríkin
http://www.facebook.com/group.php?gid=42789560971


mbl.is Clinton hældi íslenskum jarðhita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðaþreyta Íslenskra Stjórnmálamanna

Í dag les maður að Davíð Oddsson hafi látið sér það nægja að senda "stuttar orðsendingar" til Seðlabanka Bandaríkjanna og annarra til að láta þá vita að ef Ísland fengi ekki lánalínur færi líklega allt til fjandans á Íslandi.  Af hverju hoppaði Davíð ekki uppí flugvél og gekk frá þessum málum í eigin persónu?  Kannski var þetta þessi landlæga hættulega hræðsla um að ef sæist til Davíðs á flugvellinum mundi fólk halda að eitthvað væri að hjá bönkunum og þeir mundu allir falla við það eitt að Davíð ferðaðist til New York.

Síðan með IceSave, það mál virðist allt hafa verið "leyst" á símafundum með Utanríkisráðherra, Forsætisráðherra, Viðskiptaráðherra og að mestu Fjármálaráðherra hér heima í stjórnaráðinu að semja fyrst við Breta og Hollendinga og síðan ESB í símanum!  Maður spyr sig hvort niðurstaðan hefði orðið önnur og betri hefðu þau öll verið í eigin persónu í Brussel að semja um þetta?


Styrkjum samband okkar við Norður Ameríku

Skoðum Bandaríkjadollar eða Kanadískan Dollar og í samstarfssamhengi sem stefnir að því að styrkja samband okkar við Bandaríkin og Kanada.  Það eru allt að 200.000 Vestur Íslendingar sem búa í Kanada og 500.000 í Bandaríkjunum, þar sem enn eru margar sterkar rætur til staðar sem ekki hafa brostið þrátt fyrir vandræðagang í kringum herstöð og annað seinustu ár.

Við höldum að sjálfsögðu áfram að styrkja samband okkar við Evrópu og ef að eftir þjóðaratkvæðagreiðslu við ákveðum að ganga að samningum um inngöngu í ESB stoppar það okkur ekkert þó að við tökum upp dollar núna til að bjarga okkur undan krónulíkinu...

Skoðið þessa tvo Facebook hópa sem styðja þessar hugmyndir.

Iceland North America Alliance
http://www.facebook.com/group.php?gid=52098381302

Grænt Bandalag Við Bandaríkin
http://www.facebook.com/group.php?gid=42789560971

 


mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iceland North America Alliance

Nú hefur Facebook hópurinn "Grænt Bandalag Við Bandaríkin" yfir 600 meðlimi og hefur ákveðið að stofna systurhóp sem ber heitið "Iceland North America Alliance" og er á ensku til að vekja athygli á þessari hugmynd erlendis.  Margir í þessum hópi hafa látið í ljós þá skoðun að við ættum að skoða Kanada eins vel og USA svo við höfum í þessum nýja enska hóp víkkað sviðið til að hafa Kanada með í þessari samstarfshugmynd.

Iceland North America Alliance
http://www.facebook.com/group.php?gid=52098381302

Grænt Bandalag Við Bandaríkin
http://www.facebook.com/group.php?gid=42789560971


Allt á suðupunkti...

Eru Indland og Pakistan, tvö kjarnorkuveldi, á leið í fullt stríð?

Vonandi ekki, Pakistan var að senda út tilkynningu þar sem þeir fordæma þessar árásir og vara við "knee jerk reaction" að hálfu Indverja...

Pakistan condemns Mumbai attacks


mbl.is Indverjar stöðva pakistönsk skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband