Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Grænt Bandalag Við Bandaríkin
4.4.2009 | 21:42
Snúum vörn í sókn og semjum við umheiminn út frá okkar styrkleikum.
Hér er hugmynd um að Íslendingar, tengist aftur okkar gamla Vínlandi og semji við Bandaríkin um laust bandalag. Allt að 500.000 Vestur Íslendingar búa í Bandaríkjunum og þar eru margar sterkar rætur til staðar sem hafa ekki brostið þrátt fyrir vandræðagang í kringum herstöð og annað seinustu ár.
Skoðið Facebook hópanna sem styðja þessa hugmynd:
Grænt Bandalag Við Bandaríkin
http://www.facebook.com/group.php?gid=42789560971
og
Iceland North America Alliance
http://www.facebook.com/group.php?gid=52098381302
Obama vill til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Iceland North America Alliance
3.4.2009 | 12:28
Þetta líst mér vel á, flýtir fyrir því að ná stöðuleika og síðan í framhaldi er ekkert því til fyrirstöðu að skipta yfir í Evru eftir 4 til 8 ár ef þjóðin ákveður að Ísland gangi í ESB.
það er því miður allt of mikið af "ekki fundið upp hér" hugsun í Íslenskum stjórnmálum - það þarf róttækar lausnir sem kallar á pólitískt hugrekki til að koma Íslandi út úr þessu ástandi sem við erum í. Krónan er dauð - það tala hana allir niður, höftin eru að lama íslenskt atvinnulíf og við getum ekki beðið í þau ár sem tekur að finna út hvort við förum í ESB eða ekki. Dollar er góð skammtímalausn sem hægt er að framkvæma strax.
Ég bendi á Facebook hópinn "Iceland North America Alliance" sem berst fyrir sömu hugmynd:
http://www.facebook.com/group.php?gid=52098381302
SUS: Vilja Bandaríkjadal á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skuggaþing / Opið Beint Lýðræði
2.4.2009 | 10:39
Bendi hér á vefsíðu sem var sett upp á seinasta ári sem sækir sjálfvirkt ný lagafrumvörp og allar breytingar á klukkutíma fresti frá vef Alþingis og gefur þér kost á að tengjast lagaferlinu með því að skoða, ræða, breyta og kjósa.
Þessi vefur er þverpólitískur og hefur engar tengingar við stjórnmálaflokka eða önnur framboð.
Laus sæti á lista Lýðræðishreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verða Lilja og VG næstu fórnarlömb háðs viðskiptaráðherra?
23.3.2009 | 20:37
Lilja Mósesdóttir hefur verið að kynna ágætis hugmynd um jafna leiðréttingu uppá 4 milljónir fyrir öll húsnæðislán. Þessi hugmynd byggir á sömu hugmyndafræði og 20% leiðréttingarhugmyndir Tryggva, Framsóknarflokks, Borgarahreyfingar, Samtaka heimilanna og fleiri. Lilja kynnti þetta í Kastljósi í kvöld og ég heyrði ekki betur en hún segði að VG væru búin að samþykkja að skoða jafna leiðréttingu annaðhvort með fastri krónutölu eða prósentu...
Öll rök viðskiptaráðherra gegn 20% leiðréttingu virðast eiga líka við þessa hugmynd Lilju og VG - spurning hvort ráðist verður jafn hart á hana, eða er málið kannski að það var verið að bíða eftir því að þessi hugmynd kæmi frá réttum flokki?
Stóru vandamálin við að hafa ójafna leiðréttingu eins og viðskiptaráðherra talar um eru fyrst og fremst að það tekur of langan tíma að skoða hvern einstakling og ákveða hvort á að bjarga honum eða ekki og þá er líka bara verið að hjálpa þeim sem hafa tekið of stór lán og kannski keypt sér húsbíl og snjósleða á lánum og eru komin í algjört þrot...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skuggaþing
6.2.2009 | 01:18
Mótmælt eftir stjórnarskiptin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Opið beint lýðræði
20.1.2009 | 15:31
Í dag höfum við opnað vef sem býður uppá opið beint lýðræði, sem viðbót við fulltrúalýðræðið á Alþingi, eins konar Skuggaþing. Þessi vefur sækir sjálfvirkt ný lagafrumvörp og allar breytingar á klukkutíma fresti frá vef Alþingis og gefur þér kost á að tengjast lagaferlinu með því að skoða, ræða, breyta og kjósa.
Þessi vefur er í prufuútgáfu og við erum að leita að fólki til að hjálpa okkur með því að skrá sig inn og síðan prófa að tengjast lagaferlinu í gegnum þessa vefsíðu:
http://beint.lydraedi.is/
Stigmagnandi reiði unga fólksins
31.12.2008 | 15:48
Mjög leiðinlegt ef fólk hefur meitt sig, frá báðum hliðum - áhugavert að vita hvort þessi meiðsli komu fyrir eða eftir að lögregla beitti piparúða, þegar svoleiðis er notað grípur oftar en ekki um sig skelfing sem getur valdið meiðslum hjá fólki sem flýr úðan.
En á meðan ekkert breytist og engin tekur ábyrgð, á þessi reiði unga fólksins bara eftir að stigmagnast, vonandi samt ekki á sama stig eins og mótmæli í Grikklandi eða Frakklandi, þar sem fólk stundum missir lífið og gífurlegt eignartjón á sér stað.
Annars var það óhugnanlegasta að sitja með fjölskyldunni og horfa á Kryddsíldina og sjá skiltið þar sem þættinum var aflýst og síðan beint í skemmtiefni. Við skiptum á milli allra stöðva bæði í útvarpi og sjónvarpi og það virtist sem ekkert hefði gerst, skemmtiefnið rúllaði bara áfram. Maður fékk svona á tilfinninguna að maður hefði færst í tíma og rúmi til Sovétríkjanna og þessi atburður hafi bara verið þurrkaður út úr sögunni... En svo fór maður á bloggið góða þar sem smá saman er að koma sönn mynd af því sem þarna gerðist.
Gleðilegt ár!
Fólk slasað eftir mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Perlur og Svín 2
27.12.2008 | 00:03
Mikið var nú gaman að horfa aftur á kvikmyndina Perlur og Svín eftir Óskar Jónasson í kvöld. Gaman að sjá þjóðfélagsádeilu skrifuð um 1995, þar sem stærsti draumur Íslenskra fjölskyldna var að komast í siglingu um Karabíska hafið og svartir samningar um vodka og Lödur við rússneska sjómenn voru raunveruleiki sumra. Finnbogi, ein aðal sögu"hetjan" í myndinni gerir fyrst skuldsetta yfirtöku á bakaríi á Grettisgötu og síðan aðra skuldsetta yfirtöku á bílfarmi af hjálpartækjum ástarlífsins - síðan reddar Lísa, klára konan hans, öllu á endanum.
Maður sér alveg fyrir sér beint framhald á þessari mynd: Perlur og Svín 2, þar sem Finnbogi er orðin útrásarvíkingur og gerir enn stærri skuldsettar yfirtökur og lendir í enn meira klúðri þar sem Lísa fer frá honum og hann að lokum kemur Íslandi á hausinn..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er miðstýrður nútíma Kapítalismi = miðstýrður gamaldags Kommúnismi?
25.12.2008 | 22:56
Ég horfði á ágæta heimildarmynd í kvöld: Kjötborg, mynd sem fjallar um eina af seinustu sjálfstæðu einkareknu (rekið og í eigu einstaklinga, ekki fyrirtækjasamsteypna) kjörbúðina á Íslandi. Eftir að horfa á þessa mynd fór ég að hugsa um hversu miðstýrt okkar kapítalíska þjóðfélag er orðið. Það er búið að hræða okkur með hættum miðstýrðs kommúnisma í áratugi en eðli hins nýkapítalíska leiks er í raun svipað með endalausum sameiningum sem leiða á endanum að örfáum miðstýrðum risafyrirtækjum sem við öll vinnum fyrir í mekanískri verksmiðju martröð. Það var kaldhæðnislegt að Baugur Group er kostunaraðili fyrir myndina svona bara til að minna á að kaupmaðurinn á horninu er gamaldags rómantík einkaframtaksins sem getur ekki lifað af án risafyrirtækjanna...
Það er hægt að heimfæra mikið af göllum Kommúnisma yfir á miðstýrðar risafyrirtækja samsteypur:
* Drepur einstaklingsfrumkvæði þar sem einstaklingar geta varla byrjað í samkeppni við risasamsteypur, sérstaklega í vörusölu þar sem risafyrirtæki fá alltaf betra verð frá heildsölum...
* Ef það kemur upp vandamál á einum stað í kerfinu getur allt hrunið í einu, og eins og á Íslandi er heilt hagkerfi tekið með í fallinu þegar risafyrirtækin springa.
* Geigvænleg völd færast á hendur örfárra manna.
Ef að mannslíkaminn og náttúran væru miðstýrð á sama hátt og nútíma kapítalismi værum við ekki hér í dag. Kannski getum við lært af náttúrunni um að gera samfélag okkar dreifðra, sanngjarnara og öruggara...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.12.2008 kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Reitt ungt fólk og atkvæðisvægi
8.12.2008 | 17:21
Unga fólkið er reiðast af öllum þar sem það er að taka á sig mest af þessum risalánum og hefur ekki byggt upp sitt líf í góðærinu eins og við sem eldri erum. Kannski, vegna þessara sérstöku aðstæðna, mætti breyta, tímabundið, atkvæðisvægi eftir aldri í næstu tveimur Alþingiskosningum. Til dæmis ef þú ert 18-28 ára færðu 3 atkvæði, ef þú ert 29-39 ára færðu 2 atkvæði, ef þú ert yfir 39 ára færðu 1 atkvæði?
Ólæti á þingpöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)