Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Tökum skellinn núna!

Ef IceSave á að lenda á okkur - tökum þá skellinn núna, ekki eftir 7-15 ár.

Ef þetta lendir á okkur er helmingur af ábyrgðinni hjá þeim alþingismönnum sem samþykktu EES samninginn 1993 og hinn helmingurinn hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar sem leyfðu IceSave að vaxa gríðarlega í Bretlandi, opna í Hollandi og hlustuðu á ekki á varnarorð fjármálastofnanna um heim allan.  Hvar verða þessir ábyrgu einstaklingar og þeir sem kusu þá eftir 7 til 15 ár, hversu margir verða á lífi og hversu margir verða komnir á eftirlaun?

Það er algjörlega siðlaust að velta þessari ábyrgð yfir á komandi kynslóðir - ef við neyðumst til að taka þetta á okkur, tökum þá skellinn núna á meðan einhver hluti af þeim sem bera ábyrgð eru ennþá að borga skatta...


mbl.is Þjóðarbúið ekki á hliðina vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grein 16.3. Waiver of Sovereign Immunity

Sá þessari fyrirsögn í samningnum bregða fyrir á RÚV í samhengi við að það mætti ganga á eignir Íslands ef við eigum ekki pening til að borga.  Hér er þessi grein í heild sinni, rituð upp eftir skjánum á frétt RUV.

"16.3. Waiver of Sovereign Immunity

Each of the Guarantee Fund and Iceland consents generally to the issue of any process in connection with Dispute and to the giving of any type of relief or remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its property or assets (regardless of its or their use or intended use) of any order or judgment.  If either the Guarantee Fund or Iceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction.  Each of the Guarantee Fund and Iceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets."

Enskur lögfræðitexti er ekki auðveldur að lesa... En ég held að þetta þýði að Breskir dómstólar hafa full réttindi til að sækja eignir og eigur Íslendinga upp í þessa skuld, ef við getum ekki borgað, alveg sama hvað þessar eignir eru notaðir í eða hvað þessar eignir á að nota í seinna - hljómar eins og allar okkar eignir þar með talin Landsvirkjun og náttúruauðlindirnar, orka og fiskur mundu falla undir þessa skilgreiningu...

Hér er skilgreining frá Wikipedia á Sovereign Immunity:
“Under International Law, and subject to some conditions, Countries are immune from legal proceedings in another state. This stems from customary international law”

http://en.wikipedia.org/wiki/Sovereign_Immunity

Hér er síðan þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl., fyrrverandi forseta Hæstaréttar, tekið héðan: http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/898974/

„ Afsal á griðhelgi fullveldis

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland samþykkja algerlega hvers konar málsókn gegn sér í sambandi við hvaða deiluefni, sem upp kunna að koma og hvers konar annað réttarúrræði gegn sér, þar á meðal aðför eða fjárnám,  í hvaða eignum eða réttindum ( án tillits til hvaða nota þau eru ætluð) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi.

Ef  Tryggingasjóðurinn eða Ísland, eða hvers konar eigur eða réttindi þeirra,  eiga rétt á griðhelgi í einhverri lögsögu frá málshöfðun eða birtingu annarra skjala í tengslum við hvaða deilu sem er, eða eiga rétt á hvers konar annarri griðhelgi frá lögsögu, lögsókn, dómi, fjárnámi, kyrrsetningu  ( þótt það sé  áður en dómur gengur til þess að tryggja aðför eða annað réttarúrræði)  eða annars konar lögsókn, þá er hér með óafturkallanlega fallið frá griðhelgi á eins algeran hátt og lög viðkomandi lögsögu leyfa.

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland lýsa því einnig óafturkallanlega yfir, að þau samþykki, að gera ekki kröfu um griðhelgi sjálfum sér til handa eða vegna eigna eða réttinda hvors um sig.


mbl.is Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðið upp í Landsbankaleiðar spuna

Ég hef ekkert á móti Svavari Gestssyni en mér finnst hann og ríkisstjórnin ganga heldur langt í sínum spuna um svokallaða Landsbankaleið í Icesave málinu.  Var að hlusta á Svavar í Speglinum á RUV í gær þar sem hann endurtók forsendur fyrir þessari svokölluðu Landsbankaleið þar sem aðalpunkturinn er að Landsbankinn stofnaði til þessara skulda svo Landsbankinn á að borga...

Svavar tekur dæmi þar sem hann talar um að þetta sé eins og gamaldags víxill þar sem Landsbankinn er útgefandinn, Tryggingarsjóður innistæðna greiðandi og Ríkið ábyrgðarmaður.   Hann segir síðan að það hafi verið erfitt að útskýra þetta, og fá samþykkt hjá Bretum og Hollendingum.  Ég er ekki hissa á því að það hafi tekið þá smá tíma að fatta þetta, þar sem þetta er alger veruleikafirring þar sem það skiptir ekki neinu málið hvar ríkið setur sitt nafn á þennan ímyndaða víxil hans Svavars, svo lengi sem ríkið tekur ábyrgð á þessu öllu að lokum.

Af hverju ætti Bretum og Hollendingum ekki að vera sama hvaðan Íslendingar fá peningana til að borga þetta?  Bara gott mál að við fáum þetta frá Landsbankanum eftir að málaferli annarra kröfuhafa eru frá (þar á meðal sveitarfélaga í Bretlandi og Hollandi), neyðarlögin standa og eignir Landsbankans eru raunverulega þetta sterkar...

Þetta mál mundi horfa öðruvísi við mér ef að samið væri um að Landsbankinn borgaði allavega 75%-85% og ríkið ábyrgðist síðan 15%-25% - ef þetta væri samningurinn væri Landsbankaleiðin ekki spuni hjá Svavari.


mbl.is „Fjarar undan stjórninni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samþykkja allir Samfylkingarþingmenn Icesave?

Ólína Þorvarðardóttir ýjar að því í Kastljósi að hún ætli ekki að taka ákvörðun um hennar atkvæði vegna Icesave fyrr en allar upplýsingar liggi á borðinu.  Hún segir þetta í beinu samhengi við vafa um að hægt sé að nota eignir Landsbankans uppí Icesave vegna annarra kröfuhafa og uppkomandi lögsókna á hendur Íslandi vegna neyðarlagana sem breyttu forgangsröðun kröfuhafa í þrotabúið...

Hér er samtalið orðrétt:

Sigmar Guðmundsson - En bara örstutt frá ykkur um þetta. Getum við risið undir þessu?

Ólafur Arnarson - Ég veit það ekki. Við vitum ekki hvort að við fáum að nota eignir Landsbankans, það mun reyna á það fyrir dómstólum, en neyðarlögin frá því í haust þau rugluðu kröfuröðinni í þetta þrotabú landsbankans. Þannig að innistæðurnar voru setta ofar öðrum kröfum, það er ekki víst að það haldi, ég er ekkert að fullyrða að það haldi ekki, en við vitum það ekki.

Ólína Þorvarðardóttir - Ég vil reyndar taka undir það með þér að það er náttúrlega mjög brýnt áður en Alþingi leggur blessun sýna yfir þennan samning að það liggi mjög skýrt fyrir og mjög nákvæmar upplýsingar um hvað verður um þetta allt saman, eignir Landsbankans og mat þeirra upp í þetta. Og það er náttúrlega ýmislegt annað sem við verðum að hafa algjörlega borðleggjandi áður en við leggjum blessun okkar yfir samninginn.


mbl.is Sjálfstæðismenn til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlæti og harðræði

Maðurinn hefur í eðli sínu mikla þörf fyrir réttlæti - þetta er grunnurinn að því sem við köllum siðmenntun í dag - ef þessi grunnþörf væri ekki í okkar erfðamengi þá væri einræði líklega ennþá "vinsælasta" skipulagsform þjóðfélaga heimsins.

Maðurinn getur líka sætt sig við mikið harðræði svo lengi sem það er réttlæti en ef það er mikið ranglæti þarf ekki mikið harðræði til að upp úr sjóði - flestir mundu frekar vilja lifa frjálsir (í nafni réttlætis) og fátækir heldur en ófrjálsir og minna fátækir.

Icesave málið er gott dæmi, það er of mikill vafi á því að Íslenskir skattgreiðendur eigi að taka þessa skuld á sig og flestum finnst samningurinn sem er á borðinu ekki réttlátur.  Ef þetta mál fer fyrir viðurkenndan alþjóðlegan dómstól og hvort sem við töpum eða vinnum hefur réttlætið náð fram að ganga.

Framundan eru tímar harðræðis á Íslandi hvort sem við tökum á okkur Icesave eða ekki og líklega stór meirihluti sem er tilbúin að taka á sig meira tímabundið harðræði í nafni þess réttlætis að láta reyna á rétt okkar fyrir dómstólum um þetta erfiða mál.


mbl.is Skuldbindingin komin í 732 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frömdu Íslendingar einn stærsta fjármálaglæp sögunar?

Horfa erlendir innistæðueigendur og kröfuhafar kannski svona á þetta?

Bankarnir fóru á hausinn - það eru búnar til nýjar kennitölur í flýti síðan öllum helstu verðmætum stolið af gömlu kennitölunum og fluttar yfir á nýju kennitölurnar - að lokum eru innistæður og skuldir til erlendra kröfuhafa skildar eftir á gömlu kennitölunum og þessar kennitölur látnar fara í þrot...

Síðan byrja þeir sem eiga mikið af sparifé að kvarta um leið og það er byrjað að tala um einhverja leiðréttingu fyrir þá sem skulda og átta sig ekki á því að Íslenskir skattgreiðendur eru kannski að taka þátt í einum stærsta fjármálaglæp sögunar til að bjarga sparifé þeirra sem áttu mikið inní bönkunum...

Var ekki gjaldþrot Kaupþings, eitt og sér, þriðja stærsta gjaldþrot heimssögunar?

Ég vona að það sé ekki litið svona á þetta...


mbl.is Kæra Ísland vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ál, Olía eða Mannauður?

Ímynd Íslands út á við hefur verið hreint og fallegt land sem notar endurnýjanlega orku - af þessari ástæðu einni koma þúsundir af þeim ferðamönnum sem hér halda uppi blómlegum ferðamannaiðnaði - en svo kom álið, og svo meira ál planað - og nú allt í einu dreymir okkur öllum um svartagull og olíuvinnslu í landi...

Er ál og olía virkilega framtíðarsýn meirihluta Íslendinga? Af hverju getum við ekki verið meira eins og Danmörk þar sem þeirra stærsta "auðlind" er mannauður fólksins í landinu?

"With very few natural resources, the mixed economy of Denmark relies almost entirely on human resources."

http://en.wikipedia.org/wiki/Economy_of_Denmark

ps. Já, ég veit að Danmörk vinnur smávegis af olíu og gasi í Norðursjó en það er minna en 9% af þeirra útflutningi - næstum 74% af þeirra GDP er þjónusta og hugvit...


mbl.is Hlýnunin felur í sér tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er nú andi stjórnarskrárbreytingar um þjóðaratkvæðagreiðslur?

Það er áhugavert að hugsa til þess að ef að stjórnarskrárbreytingar hefðu gengið í gegn hefðu 15% þjóðarinnar getað krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB umsókn, sem í þessu hitamáli væri mjög auðvelt að safna, og þar með væri þessi ESB stjórnarkreppa á milli Samfylkingar og VG ekki til staðar í dag...

Af hverju getur Samfylking ekki hugsað í anda þessara stjórnarskráabreytinga sem flokkurinn stóð fyrir með VG og Framsókn?  Var Samfylking í raun ekkert meðmælt þessu, og vonaði innst inni að XD mundi stöðva þessar breytingar með málþófi?


mbl.is Evrópumálið sett í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Búsáhaldabyltingin orðin peð í valdabaráttu flokkana?

"Vanhæf ríkisstjórn - vanhæf ríkisstjórn" þetta hljómaði á Austurvelli í vetur - helmingur af þessari "vanhæfu ríkisstjórn" var Samfylking.  Núna er þessi sami stjórnmálaflokkur að nota Borgarahreyfinguna, sem kennir sig við Búsáhaldabyltinguna, sem peð í sinni viðleitni að koma Íslandi á hraðferð í ESB án þess að þjóðin fái að koma beint að samningsmarkmiðum eða að kjósa um hvort Ísland sækir um aðild að ESB eða ekki.

Borgarahreyfingin er hugsanlega í oddastöðu um hver málsmeðferð verður varðandi umsókn Íslands í ESB.  Annaðhvort er sótt um með hraði án þess að þjóðin komi beint að því að skilgreina samningsmarkmið eða að hin svokallaða "tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðsluleið" verður farin.

Það er áhugavert að hugsa til þess að ef að stjórnarskráarbreytingar hefðu gengið í gegn hefðu 15% þjóðarinnar getað krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB umsókn - ég hefði haldið að Borgarahreyfingin mundi starfa í anda þessara lýðræðislegu hugmynda...

Mér líst mjög vel á hugmynd Birgittu frá Borgarahreyfingunni í gærkvöldi um að sett verði á stofn óháð stofnun sem kynnir ESB fyrir þjóðinni, síðan ætti að hafa upplýstar umræður um samningsmarkmið og þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt er um aðild. Þetta væri leið sem gæti komið á sátt í þjóðfélaginu um þetta eldfima mál sem er um það bil að kljúfa þjóðina í herðar niður.

Og svo það sé á hreinu mundi ég líklega greiða atkvæði með aðildarumsókn svo lengi sem skýr samningsmarkmið væru til staðar.


mbl.is Fundar með forseta síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskahittingur Hugmyndaráðuneytisins í dag um Lýðræði 2.0

Í dag verður fundur í Hugmyndahús Háskólanna (gamla Erlingsen/Saltfélagið), Grandagarði 2 kl. 16:30 á vegum Hugmyndaráðuneytisins.

Farið yfir helstu þróun innan grasrótarinnar í tæknilegum lausnum hvað varða nútímavæðingu lýðræðis á Íslandi. Sýnt verður  hvað þegar hefur verið gert nú þegar og hugmyndafræðin á bak við það kynnt. Einnig verður farið í framtíðarhugmyndir um beinna lýðræði með aðstoð tækninnar, hvernig almenningur getur fengið rödd á Alþingi og þannig veitt stjórnmálamönnum aðhald.

Hugmyndir um framvísun atkvæða, samræðustjórnmál og aðgengi almennings að ferlum í ákvarðanatöku verða ræddir auk þess sem farið verður yfir mikilvægi þess að búa til sameiginlegan umræðugrundvöll um þjóðmálin.

Hér er því gott tækifæri fyrir pólitíska áhugamenn að fá beint í æð það sem kraumar í grasrótinni um málefni lýðræðisþróunarinnar.

Að lokum verða pallborðsumræður og spjall.

Sjá meira hér á Facebook:
http://www.facebook.com/event.php?eid=67194099434

Ég verð þarna með kynningu á Skuggaþingi, http://beint.lydraedi.is/

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband