Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Svik Vinstri Grænna við lýðræðið

Á Íslandi er fulltrúalýðræði þar sem almenningur kýs stjórnmálaflokka til 4 ára vegna stefnu flokka og kosningaloforða.  Kosningaloforð eru oft brotinn en það er ekki eins algengt að stefna flokka sé brotinn í risastórum málum.

Eftir kosningar skiptust þingsæti á milli flokkanna eftir því hversu mörg atkvæði voru greidd hverjum flokki og eftir landshlutum.

Hér er yfirlit yfir stefnur flokkanna fyrir kosningar í samhengi við nýsamþykkta ESB tillögu.

Samfylkingin
Lofaði ESB og stóð við sína stefnu í einu og öllu.

Sjálfstæðisflokkurinn
Mælti með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og stóð við sína stefnu í einu og öllu.

Framsóknarflokkurinn
Setti ströng skilyrði fyrir ESB umsókn, sem varð ekki niðurstaðan í þingsályktunartillögu þar sem eru engin skilyrði, bara samningsmarkmið sem er töluvert teygjanlegt hugtak.  Stóð að mestu við sína stefnu.

Borgarahreyfingin
Hafði enga stefnu í ESB málum en flestir þingmenn höfðu talað um stuðning við aðildarviðræður en ég held að flestir kjósendur flokksins séu sáttir við að stuðningur við ESB umsókn á þessum forsendum hafi ekki verið samþykktur vegna IceSave.

Vinstri Grænir
Hörðustu andstæðingar ESB, vildu alls ekki sækja um á neinum forsendum.  Töluðu reyndar um að setja þetta í lýðræðislegan farveg sem mátti skilja sem það yrði hugsanlega haldin þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sótt yrði um aðild.  Algjör svik við sína kjósendur þar sem þeir samþykja 180 gráðu stefnubreytingu á sinni flokksstefnu nokkrum mánuðum eftir kosningar.

Ég get ekki betur séð en að lítill minnihluti, kannski 30%-35%, þjóðarinnar sé á bak við umsókn að ESB á þessum forsendum sem settar voru fram í þingsályktunartillögunni og þessi lýðræðissvik virðast vera að mestu í boði Vinstri Grænna. Meirihluti kjósenda á alltaf að ráða þó að við búum við þetta ófullkomna fulltrúalýðræði.


mbl.is Blendnar tilfinningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þjóðin á þing"

Mér skilst að Borgarahreyfingin ætli núna að styðja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu.  Persónulega þá finnst mér þetta vera nær "þjóðin á þing" slagorðinu - samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum styður yfir 70% þjóðarinnar að það verði þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að við sækjum um aðild.  Af hverju á þjóðin ekki að koma að svona risavöxnu og umdeildur máli strax?

Stærsta vandamálið við þessa þingsályktunartillögu er ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslan og sú staðreynd að margir þingmenn eru búnir að lýsa því yfir að þeir muni ekki fara eftir henni þar sem þeim sé skylt samkvæmt stjórnarskrá að kjósa samkvæmt sinni sannfæringu ekki "glorified" skoðanakönnunum.  Og það virðist sem eina ástæðan fyrir því af hverju má ekki breyta stjórnarskrá til að leyfa bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu er að stjórnarflokkarnir treysta sér ekki í kosningar, sem þarf til að breyta stjórnarskrá, á miðju kjörtímabili.


mbl.is „Bregðast trausti kjósenda"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök og varnaðarorð Davíðs

Davíð er búin að vara við ofþenslu bankanna lengi.  Auðvitað var einkavæðingin frekar mikið klúður sem hann og Halldór Ásgrímsson bera mikla ábyrgð - þeir voru með áætlun um að selja bankana en síðan kemur 11. September 2001 og þeir hættu ekki við að selja þrátt fyrir heimskreppu sem olli því að engir erlendir stórbankar komu að kaupunum eins og upphaflega hafði staðið til.

Hér er til dæmis umsögn frá Davíð frá því í Mars 2006:
“Útlánaþenslan undanfarin tvö ár er áhyggjuefni, bæði fyrir fjármálalegan stöðugleika og verðbólgumarkmið Seðlabankans. Útlán lánakerfisins í heild jukust um 16% að raungildi á síðasta ári.” Því miður virtust þessi varnaðarorð hafa minni en engin áhrif, því til viðbótar 16% raunútlánaaukningu hér innanlands á árinu 2004 bættist við 25% raunútlánaaukning á árinu 2005. Þessu verður að breyta," að sögn Davíðs Oddssonar.

Og í sömu frétt:
"Á tækni- og tölvuöld upplifum við stundum að það eru aðvörunarbjöllurnar sjálfar sem eru bilaðar og ekki þarf annað að gera en laga þær. Það má vera að það eigi við um einhverjar þeirra sem hringt hafa að undanförnu. En við skulum samt taka þær allar alvarlega og bæta úr hverju og einu því sem réttilega er fundið að, jafnvel því sem smávægilegast þykir."

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2006/03/31/ekkert_lat_a_utlanaaukningu_bankanna_segir_sedlaban/


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heims verðhjöðnun og IceSave

Væri áhugavert að vita hvort til væri áhættumat varðandi IceSave, um hvað gerist ef það verður verðhjöðnun í heiminum á næstu árum.  Verðhjöðnun mundi þýða neikvæða verðbólgu þar sem skuldir Íslands hækka að raunvirði og útflutningsverðmæti lækka.

Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði Paul Krugman bendir á þessa hættu í pistli á sínu bloggi í gær.



mbl.is Ekki öll gögn komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónvörp óþarfa lúxusvara?

Steingrímur J. sagði í dag í ræðu á Alþingi að spara þyrfti mikið í innflutningi til að borga IceSave og aðrar skuldir. Hann sagði að það mætti minka innflutning á óþarfa hlutum eins og risajeppum og flatskjáum.  Ég er alveg sammála honum með að risajeppar eru óþarfi en flatskjáir eru einu tegundir af sjónvörpum framleiddum í heiminum í dag.  Verða sjónvörp lúxusvörur hérna á Íslandi næstu áratugi?


Aðeins 4 stjórnarliðar tala um Icesave í dag!

Samkvæmt Birki Jón Jónssyni núna rétt áðan í ræðu eru bara 4 stjórnarliðar sem tala um IceSave í dag, þar 3 með málinu og Ögmundur ekki viss.  Hvað er í gangi?  Er þetta virkilega okkar hæstvirta Alþingi?  Og fáir stjórnarliðar að hlusta á umræðuna, nokkrir frá VG en mest stjórnaraðstaðan að tala við sjálfa sig um IceSave.

Eru þetta gungur sem þora ekki að styðja málið opinberlega en ætla bara að ýta á Já takkann í laumi þegar kemur að atkvæðagreiðslu?

Undantekningin er Steingrímur J. sem fær prik fyrir að sitja undir öllum ræðum í allan dag og svara spurningum sem hann er spurður...


mbl.is Ögmundur ekki ákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rík aftur?

Viðskiptaráðherra segir að IceSave og allar aðrar skuldir Íslands verði ekkert mál að borga niður á næstu 10-15 árum, með stórum afgangi, það eina sem við verðum að sleppa er matur með gulli stráðu yfir, risajeppar og einkatónleikar með Elton John.  Húrra!  Frábært, svo við erum bara í frábærum málum, rík aftur - æðislegt.

En bíddu, af hverju er þá ríkisstjórnin að fara í risavaxinn niðurskurð á velferðarkerfinu og stórar skattahækkanir?


mbl.is Verður þjóðinni ekki ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirvofandi þjóðargjaldþrot?

Fyrsta frétt á Stöð 2 í gær var að erlendar skuldir þjóðarbúsins væru komnar í 253% af landsframleiðslu Íslands og að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miðar við 240% sem þau mörk sem þýða að Ísland sé í raun gjaldþrota.

Erlendar skuldir Íslands tvö- til þreföld landsframleiðsla
http://visir.is/article/20090701/FRETTIR01/661921097

Síðan í morgun lýsir Atli Gíslason frá Vinstri Grænum því yfir að: "...hvort ekki væri betra að lýsa yfir greiðsluþroti og mæta því strax í stað þess að fresta vandanum."

Atli Gíslason: Kannski betra að lýsa yfir þjóðargjaldþroti
http://visir.is/article/20090702/FRETTIR01/354034253/-1

Ég get ekki annað en verið sammála Atla. Er ekki best að horfast í augu við staðreyndir og taka á hlutunum eins og þeir eru? Að berjast áfram og reyna að borga eitthvað sem við munum aldrei geta staðið við á eftir að keyra hagkerfið hérna í kaf og valda landsflótta af stærðargráðu sem ekki hefur sést hérna síðan á 18. og 19. öld.


mbl.is Dýrustu milljarðar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Samfylkingin?

Þingmenn Vinstri Grænna og "ópólitískur" Viðskiparáðherra virðast vera aðaltalsmenn IceSave samningsins.  Af hverju eru þingmenn stærsta stjórnmálaflokks landsins ekki í fjölmiðlum, borgarafundum - hægri og vinstri að selja þjóðinni samninginn?  Eru VG virkilega svona græn að þau sjá ekki að með þögn Samfylkingarinnar er verið að leiða VG einn flokka í pólitískt sjálfsmorð vegna IceSave?  Jóhanna er sú eina innan Samfylkingarinnar sem talar áberandi með IceSave en það er líklegt að hún verði komin á eftirlaun eftir 4 ár og á þannig ekki eftir að skaða flokkinn sem slíkan.

Ótrúlegt að sá eini stjórnmálaflokkur sem hefur í mörg ár varað við útrás bankanna er ekki bara núna settur í að redda málunum heldur verður hann að fórna sínum pólitíska ferli í leiðinni.  Er IceSave þess virði að fórna VG fyrir? Og jafnvel núna næstu 4 ár eru VG búinir að fórna öllum sínum pólitísku innistæðum fyrir IceSave í stað þess að reyna að sporna við augljósum þrýstingi um að gera Ísland að "heavy industry hell" norðursins til að borga bankahrunið, IceSave og annað.


mbl.is Meirihluti mótfallinn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin búin að kjósa um IceSave?

"Þjóðin kaus meðal annars um IceSave" í kosningunum í Apríl segir Álfheiður Ingvadóttir þingmaður Vinstri Grænna í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag, sem svar við því hvort að hún styðji að IceSave málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Ég á mjög erfitt með að trúa því að kjósendur VG hafi kosið þann flokk til þess að beygja sig á þennan hátt fyrir auðvaldinu og alveg sérstaklega að flokkurinn hafni þjóðaratkvæðagreiðslu í svona stóru máli.

Það virðist sem Álfheiður og VG séu á móti því að IceSave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu á þeim forsendum að málið sé ekki það stórt og að það sé of flókið fyrir þjóðina að kjósa um.
mbl.is Frumvarp um ríkisábyrgð kynnt síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband