Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Rök með og á móti Icesave

Skoðið og setjið inn bestu rök með og á móti Icesave á Skuggaþingi hér:
http://skuggathing.is/priorities/1-rikisabyrgd-a-lantoku-tryggingarsjods-innstaedueigenda-og-fjarfesta-icesavereikningar/top_points


mbl.is Óbreytt áform um kosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg grein

Fínn Breskur húmor og áhugaverð sérstaklega í ljósi þess hræðsluáróðurs sem hefur verið í gangi seinasta árið um að Ísland standi nú eitt án verndarhandar Bandaríkjanna og verði því að samþykkja nánast hvað sem er.   Unnum við ekki Þorskastríðið meira á þrjósku og skörungsskap Íslenskra stjórnmálamanna heldur en vegna sambands okkar við Bandaríkin á þeim tíma?


mbl.is Hinir þrjósku Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta viðbrögð við Ólafi í Newsnight?

Spurning hvort þessir leiðarar eru skrifaðir eftir stjörnu performance Ólafs Ragnars í Newsnight?

Fyrst er hér umfjöllun Newsnight frá því á þriðjudag þar sem sagan er sett upp:


Hér er síðan viðtalið frá því á miðvikudag við Ólaf Ragnar í fullri lengd:



mbl.is Ekki setja Ísland í skuldafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

YouTube myndband af viðtali

Fyrst er hér umfjöllun Newsnight frá því á þriðjudag þar sem sagan er sett upp:


Hér er síðan viðtalið frá því á miðvikudag við Ólaf Ragnar í fullri lengd:



mbl.is Ólafur í kröppum dansi á BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moody's og S&P ekki sammála Fitch

Þær fréttir bárust í gær frá Fitch í London að Íslands væri komið í ruslflokk.

Í gær bárust síðan fréttir frá S&P í New York að Íslands mundi ekki verða sett í ruslflokk, allavega ekki strax.

Í dag berast fréttir frá Moody's í New York að Ísland sé alls ekki á leiðinni í ruslflokk næstu mánuði - jafnvel þó að þjóðin hafni þessum breytingum á ríkisábyrgð vegna Icesave.

Skrifstofa fyrirtækis í London setur okkur í ruslflokk en skrifstofur fyrirtækja í New York ekki - af hverju ætli þetta misræmi á milli London og New York gæti stafað?


mbl.is Moody's: Ísland þolir tímabundna óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsluáróður í morgunsárið

Hef verið dyggur stuðningsmaður beins lýðræðis og styð ákvörðun forsetans heilum hug.  En þegar ég blaðaði í gegnum Fréttablaðið í morgun með hverri fyrirsögninni af annarri sem lýsir hræðilegum afleiðingum ákvörðun forsetans runnu á mig tvær grímur.  En ég jafnaði mig fljótt þegar ég minntist þess hver er eigandi Fréttablaðsins og augljósum ástæðum fyrir þann eiganda að vilja að Icesave málið hverfi úr huga almennings sem allra fyrst.


mbl.is Staða Íslands væri stórlöskuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB þorir ekki...

Hræðslan við gallað innistæðutryggingakerfi er ennþá allsráðandi hjá ESB og planið er að láta Íslendinga taka skellinn af fullum þunga.

ESB mun líklega aldrei þora að rétta litlafingur til að hjálpa Íslendingum í þessu máli þar sem það mundi setja kastljós á gallað innistæðutryggingakerfi og hugsanlega verða til þess að bankaáhlaup yrðu á banka í Evrópu.

Alltaf "gaman" að rifja það upp að þessir $5 milljarðar sem Íslendingar eiga að greiða í bætur út af þessum göllum mundi heimfærast á Bretland sem $1.1 trilljón sem er margfalt meira en Bretar eyddu til að bjarga sýnu eigin bankakerfi - Bretar mundu aldrei hafa samþykkt að borga svona háa upphæð í skaðabætur fyrir gallað ESB regluverk.


mbl.is ESB metur Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbankaleiðin

Þegar ég heyrði fyrst talað um Landsbankaleiðina frá Svavari í fjölmiðlum þar sem hann lýsti henni sem "breakthrough" varð ég strax mjög efins - auðvitað væri frábært ef Landsbankinn gæti borgað þetta eins og honum bæri sem einkabanka.  Það varð fljótt ljóst að þessi Landsbankaleið virtist vera stórfeld rökvilla frá hendi samninganefndarinnar þar sem ábyrgðin mundi lenda á Íslenska ríkinu á endanum, í samningnum sem þeir komu með heim.  Það þurfti enga Landsbankaleið til að forgangskröfur í þrotabú bankans mundu fara í að borga innistæðueigendum.

Ég skrifaði færslu um þetta sama mál í sumar: Boðið upp í Landsbankaleiðar spuna

Núna virðist vera að koma í ljós að Svavar og hans menn kunna að hafa vísvitandi leynt Íslenska ráðamenn gögnum sem buðu upp á aðra möguleika en þessa Landsbankaleið til þess að gera þeirra "glæsilegu niðurstöðu" trúverðuglegri.  En vonandi hefur ekkert leynimakk átt sér þarna stað, við þurfum ekki meira af svona vinnubrögðum á okkar Nýja Íslandi...

 


mbl.is Steingrímur segist trúa Össuri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloomberg: Icesave hafnað í annað sinn af Alþingi?

Ótrúlegt að Íslenskur blaðamaður skuli skrifa á Bloomberg fréttaveitunni að Alþingi gæti hafnað Icesave í annað skipti! Það voru Bretar og Hollendingar sem höfnuðu Icesave eins og það var samþykkt á Alþingi í sumar.  Icesave hefur aldrei verið hafnað af Alþingi.  Svona rangur fréttaflutningur er síst til þess fallinn að hjálpa orðspori Íslands erlendis og maður spyr sig hvaða hagsmuna þessi Íslenski blaðamaður sé að gæta...

"Iceland Lawmakers Threaten to Reject Icesave Bill a Second Time"
http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601085&sid=a685sXUNswAw

"The October agreement was an amended version of a June accord after lawmakers rejected the first bill."

 


mbl.is Icesave-samningur hvorki skýr né réttláttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málþóf og lýðræðið

Málþóf hefur alltaf fylgt lýðræðinu, alveg síðan á tímum Rómverja - alþingismaðurinn Cato notaði málþóf til dæmis gegn Julius Caesar árið 60 fyrir Krist og fékk sínu framgengt.

Í mörgum lýðræðisríkjum er í dag hægt að stoppa málþóf með 2/3 meirihluta - spurning um að koma þessari reglu inní nýja Íslenska stjórnarskrá.

Málþóf stjórnarandstöðunnar virðist hafa skilað ágætis málamiðlun, margir af þeim punktum sem þau fengu samþykkta hljóma vel varðandi áframhald í nefnd.

Meira um málþóf (filibuster) hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Filibuster


mbl.is Ágreiningurinn leystur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband