Er Búsáhaldabyltingin orðin peð í valdabaráttu flokkana?

"Vanhæf ríkisstjórn - vanhæf ríkisstjórn" þetta hljómaði á Austurvelli í vetur - helmingur af þessari "vanhæfu ríkisstjórn" var Samfylking.  Núna er þessi sami stjórnmálaflokkur að nota Borgarahreyfinguna, sem kennir sig við Búsáhaldabyltinguna, sem peð í sinni viðleitni að koma Íslandi á hraðferð í ESB án þess að þjóðin fái að koma beint að samningsmarkmiðum eða að kjósa um hvort Ísland sækir um aðild að ESB eða ekki.

Borgarahreyfingin er hugsanlega í oddastöðu um hver málsmeðferð verður varðandi umsókn Íslands í ESB.  Annaðhvort er sótt um með hraði án þess að þjóðin komi beint að því að skilgreina samningsmarkmið eða að hin svokallaða "tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðsluleið" verður farin.

Það er áhugavert að hugsa til þess að ef að stjórnarskráarbreytingar hefðu gengið í gegn hefðu 15% þjóðarinnar getað krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB umsókn - ég hefði haldið að Borgarahreyfingin mundi starfa í anda þessara lýðræðislegu hugmynda...

Mér líst mjög vel á hugmynd Birgittu frá Borgarahreyfingunni í gærkvöldi um að sett verði á stofn óháð stofnun sem kynnir ESB fyrir þjóðinni, síðan ætti að hafa upplýstar umræður um samningsmarkmið og þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt er um aðild. Þetta væri leið sem gæti komið á sátt í þjóðfélaginu um þetta eldfima mál sem er um það bil að kljúfa þjóðina í herðar niður.

Og svo það sé á hreinu mundi ég líklega greiða atkvæði með aðildarumsókn svo lengi sem skýr samningsmarkmið væru til staðar.


mbl.is Fundar með forseta síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég treysti Borgarahreyfingunni til að leiða þetta mál út úr skurðgröfunum og inn í lýðræðislegt ferli þar sem komist verður að lýðræðislegri niðurstöðu.

Héðinn Björnsson, 27.4.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband