Klofnir stjórnmálaflokkar í ESB málum

Eru ekki allir stjórnmálaflokkar klofnir hvað varðar ESB?  Jafnvel Samfylking hefur líklega 10%-20% sem vilja ekki ganga í ESB.  Ef það er kosið tvisvar í þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst um hvort eigi að fara í aðildarviðræður og síðan hvort eigi að ganga í ESB er hægt að stoppa að algjör pólitísk óreyða verði í kringum þetta eina mál.  Íslendingar eru með önnur mjög alvarleg stór mál sem þarf að leysa líka og það er ótækt ef að pólitískt innanflokkastríð yfir ESB tefji þessar lausnir.

mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Klofnir... fólk hefur bara mismunandi skoðanir... það væri undarlegt ef allir í einhverjum flokki væru á einu máli í þessu.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.12.2008 kl. 18:30

2 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Jón - Akkúrat, ef það eru tvennar þjóðaratkvæðagreiðslur eru flokkarnir ekki lengur klofnir heldur getur fólk verið sammála um að vera ósammála um þetta mál innan flokkanna og beint orkunni jafnframt í öll hin erfiðu málin.

Róbert Viðar Bjarnason, 7.12.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband