Moody's og S&P ekki sammála Fitch
6.1.2010 | 16:49
Þær fréttir bárust í gær frá Fitch í London að Íslands væri komið í ruslflokk.
Í gær bárust síðan fréttir frá S&P í New York að Íslands mundi ekki verða sett í ruslflokk, allavega ekki strax.
Í dag berast fréttir frá Moody's í New York að Ísland sé alls ekki á leiðinni í ruslflokk næstu mánuði - jafnvel þó að þjóðin hafni þessum breytingum á ríkisábyrgð vegna Icesave.
Skrifstofa fyrirtækis í London setur okkur í ruslflokk en skrifstofur fyrirtækja í New York ekki - af hverju ætli þetta misræmi á milli London og New York gæti stafað?
Moody's: Ísland þolir tímabundna óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Facebook
Athugasemdir
Ætli þjóðernið hafi ekki ollið tímabundinni blindu hjá Hr. Fitch.
Árni Sveinn (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 16:54
Ég spurði í gær hvort þeir hjá Fitch væru á kaupi hjá Bretum og Hollendingum. Kannski að svo sé. Ég held samt að megin ástæðan sé sú að Fitch Ratings gleymdi að anda djúpt og hugsa áður en þeir hlupu til með ákvörðun sína. Það getur verið gott að sofa á öllum stórum ákvörðunum.
Marinó G. Njálsson, 6.1.2010 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.