Reitt ungt fólk og atkvæðisvægi
8.12.2008 | 17:21
Unga fólkið er reiðast af öllum þar sem það er að taka á sig mest af þessum risalánum og hefur ekki byggt upp sitt líf í góðærinu eins og við sem eldri erum. Kannski, vegna þessara sérstöku aðstæðna, mætti breyta, tímabundið, atkvæðisvægi eftir aldri í næstu tveimur Alþingiskosningum. Til dæmis ef þú ert 18-28 ára færðu 3 atkvæði, ef þú ert 29-39 ára færðu 2 atkvæði, ef þú ert yfir 39 ára færðu 1 atkvæði?
Ólæti á þingpöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Facebook
Athugasemdir
Hæ
Ég er ein af þessu reiða unga fólki. Ekki nema 25 ára og búin að eyða 19 árum í skóla. Með námslán á bakinu (þau eru líka verðtryggð) og án atvinnu nú þegar ég kem úr námi. Það sem ég er reið yfir er að nú er búið að kippa undan fjölskylduplönum mínum. Ég veit ekki hvenær ég á að treysta mér til að eignast börn því ég er ekki að fara að gera það án þess að vera með öruggt húsnæði. Svo er talað niður til manns, bara reiður krakki. Já, ég er bandbrjáluð út í fjárhættuspilarana alla, hvort sem þeir voru bankastjórar eða stjórnmálamenn. Sá einn bloggarann býsnast yfir því að fólk undir barneignaraldrinum væri reitt. En það er líklega þetta fólk sem verður alla sína vinnuævi að borga fyrir óreiðumennina, þarmeðtalið ég.
Hvenær ætli ég losni undan þessum þó hóflegu námslánum sem ég er með? Miðað við óðaverðbólgu næstu árin.
Anna (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:42
Anna - Ég skil þig alveg. Kannski er hægt að byrja að líta til réttlætis ef að þín kynslóð hefur tímabundið 3 sinnum meira atkvæðisvægi. Þetta mundi líka hrista verulega uppí gamla flokkakerfinu og ýta mjög sterkt á það að nýtt yngra fólk verði ofar á framboðslistum.
Róbert Viðar Bjarnason, 8.12.2008 kl. 17:52
Svo er fólk að segja að þetta unga fólk sé ekki fulltrúar fólksins og ég veit ekki hvað og hvað.
Ef að hún Anna okkar er ekki fulltrúi íslenskrar þjóðar, þá vil ég ekki tilheyra íslenskri þjóð. Ef að unga fólkið er skríll, þá vil ég vera skríll.
Ég er 28 ára gamall, ég er giftur og á 4 börn. Ég er ekki langskólagenginn, en ég veit það samt að stjórnvöld hafa brugðist okkur. Hringrásarvíkingarnir hafa brugðist okkur. Gömlu refirnir hafa brugðist okkur. og hverjir eru þá eftir?
Jú, unga fólkið sem margir segja að séu ekki fulltrúar þjóðarinnar.
Ég lýsi því hér með yfir, að þeir sem segja að unga, reiða fólkið sé ekki fulltrúar þjóðarinnar, séu ekki fulltrúar þjóðarinnar. Kannski torskilið, en samt svo einfalt.
Diesel, 8.12.2008 kl. 18:10
D - Fann þetta súlurit sem sýnir samsetningu landsmanna eftir aldri árið 2005 - Stærsta súlan er 15-19 ára sem væri núna árið 2008 einmitt 18-22 ára...
Róbert Viðar Bjarnason, 8.12.2008 kl. 18:17
Ég kannski gerði smá mistök (tæknileg mistök )
Ég var því miður ekki ein af þeim sem fór á þingpallana en ég tel mig í hópi reiðs ungs fólks engu að síður. Svona til að koma í veg fyrir misskilning. Er í útlandinu og komment á blogg og símtöl víst þar sem ég fæ að fá útrás. En jólaleyfið fer að koma...
Anna (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:18
Oops, ég meinti, stærsta súlan er 10-14 ára 2005 sem væri 14-18 ára 2009...
Róbert Viðar Bjarnason, 8.12.2008 kl. 18:19
Þetta er merkileg hugmynd verð ég að segja en við megum passa okkur á því að gleyma ekki eldra fólkinu. Það horfir upp á lífeyrinn sinn skerðast og er margt að sligast undan íbúðalánum. Fólk sem hefur unnið alla sína ævi og fer að fara á eftirlaun horfir nú upp á það að geta á engan hátt umbunað sig í ellinni eins og það hefur kannski hlakkað til að gera. Það hafa nefnilega ekki allir náð að koma sér vel fyrir í góðærinu. Mér finnst ótrúlegt að það skuli gleymast svona auðveldlega að til þess að einhver hafi það mjög gott þarf einhver annar að hafa það mjög skítt og ofboðslega margir að hafa það bara sæmilegt, þannig virkar dæmið. Fólk sem er á þrítugsaldri í dag hefur þó tíma og tækifæri til að rétta sig af eftir þessa kreppu, tíma og tækifæri sem eldra fólkið hefur ekki endilega... það er betra að missa uppskeru í byrjun sumars en að hausti því að hausti er yfirleitt frekar vonlaust að sá að nýju. Ég er reið fyrir mína eigin hönd en ég er enn reiðari fyrir hönd foreldra minna.
Það eru allir reiðir sem hafa verið sviknir, ekki bara unga fólkið!
Ung og reið (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 04:49
Ung og reið - Auðvitað eru mjög margir reiðir en þessi hugmynd er mest að horfa á sanngirni vegna þessara mjög sérstöku aðstæðna sem hafa komið upp og þá sérstaklega þessa risalánabirgði sem unga fólkið er að taka að sér. Unga fólki hefur líka annað og stærra atkvæði sem maður er hræddur um að margir noti: það kýs með fótunum og flýr land...
Róbert Viðar Bjarnason, 9.12.2008 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.