Hvar er Samfylkingin?

Þingmenn Vinstri Grænna og "ópólitískur" Viðskiparáðherra virðast vera aðaltalsmenn IceSave samningsins.  Af hverju eru þingmenn stærsta stjórnmálaflokks landsins ekki í fjölmiðlum, borgarafundum - hægri og vinstri að selja þjóðinni samninginn?  Eru VG virkilega svona græn að þau sjá ekki að með þögn Samfylkingarinnar er verið að leiða VG einn flokka í pólitískt sjálfsmorð vegna IceSave?  Jóhanna er sú eina innan Samfylkingarinnar sem talar áberandi með IceSave en það er líklegt að hún verði komin á eftirlaun eftir 4 ár og á þannig ekki eftir að skaða flokkinn sem slíkan.

Ótrúlegt að sá eini stjórnmálaflokkur sem hefur í mörg ár varað við útrás bankanna er ekki bara núna settur í að redda málunum heldur verður hann að fórna sínum pólitíska ferli í leiðinni.  Er IceSave þess virði að fórna VG fyrir? Og jafnvel núna næstu 4 ár eru VG búinir að fórna öllum sínum pólitísku innistæðum fyrir IceSave í stað þess að reyna að sporna við augljósum þrýstingi um að gera Ísland að "heavy industry hell" norðursins til að borga bankahrunið, IceSave og annað.


mbl.is Meirihluti mótfallinn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

VG er hækja SF líkt og XB var hækja XD

Sævar Einarsson, 1.7.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Sævar Einarsson

XS átti þetta að vera

Sævar Einarsson, 1.7.2009 kl. 22:30

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er ótrúlegt hvað Samfylkingin er stikkfrí í öllu sem hún klúðrar. Það er eins og hún hafi aldrei verið í ríkisstjórn 2007-09. Samfylkingin slapp frá því án þess að fá skrámu. Hefur það eitthvað með fjölmiðlavald að gera?

Haraldur Hansson, 2.7.2009 kl. 09:20

4 Smámynd: Unnur G Kristjánsdóttir

Með von um að þú vitkist, U

http://unnurgkr.blog.is/blog/unnurgkr/entry/907116/ 

Unnur G Kristjánsdóttir, 2.7.2009 kl. 10:55

5 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Unnur - Get ekki betur séð en að þín grein sé enn ein til raun til að breyta sögunni á þann hátt að Samfylkingin hafi aldrei borið neina ábyrgð á IceSave - að þetta hafi allt verið Sjálfstæðiflokkinum og Framsókn að kenna.

Róbert Viðar Bjarnason, 2.7.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband