"Þjóðin á þing"
15.7.2009 | 12:10
Mér skilst að Borgarahreyfingin ætli núna að styðja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Persónulega þá finnst mér þetta vera nær "þjóðin á þing" slagorðinu - samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum styður yfir 70% þjóðarinnar að það verði þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að við sækjum um aðild. Af hverju á þjóðin ekki að koma að svona risavöxnu og umdeildur máli strax?
Stærsta vandamálið við þessa þingsályktunartillögu er ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslan og sú staðreynd að margir þingmenn eru búnir að lýsa því yfir að þeir muni ekki fara eftir henni þar sem þeim sé skylt samkvæmt stjórnarskrá að kjósa samkvæmt sinni sannfæringu ekki "glorified" skoðanakönnunum. Og það virðist sem eina ástæðan fyrir því af hverju má ekki breyta stjórnarskrá til að leyfa bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu er að stjórnarflokkarnir treysta sér ekki í kosningar, sem þarf til að breyta stjórnarskrá, á miðju kjörtímabili.
Bregðast trausti kjósenda" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.12.2009 kl. 01:41 | Facebook
Athugasemdir
Heldur þú að ESB vilji fá þjóð inní sambandið sem fellir aðild í "glorified" skoðannakönnun?
Nei, það er alveg skýrt að svo er ekki. Svo er eitt í viðbót sem ég skil ekki af hverju hefur ekki ratað í umræðunna. Sjá hér
http://savar.blog.is/blog/savar/entry/913768/
Sævar Finnbogason, 15.7.2009 kl. 14:46
Sævar - Verður ESB ekki búið að samþykkja inngöngu Íslands þegar þessi skoðanakönnun á sér stað? Síðan er hitt að hversu margir nenna því að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hefur engan lagagrunn annan en að vera skoðanakönnun...
Varðandi þitt blog, já gæti verið rétt en eiga þá ekki sömu röksemdir við IceSave líka sem, ef hafnað á líklega eftir að skjóta aðildarumsókn Íslands í kaf?
Róbert Viðar Bjarnason, 15.7.2009 kl. 14:53
Báðir aðillar geta bakkað út úr samningnum á áður en skrifað er undir samþykki þjóðin ekki aðildina í atkvæðagreiðslu.
Róbert ertu að segja mér að þú myndir ekki mæta til að greiða atkvæði í atkvæðagreiðslu um aðild að ESB ef fyrir liggur að hún ráði því hvort við verðum aðillar að sambandinu. Ef fyrir liggur af hálfu Alþingis að niðurstaðan ræður því hvort aðildarsamningur verði samþykktur?
Ef svo er þá veit ég eiginlega ekki hvað hægt er að segja við því og þú verður bara að eiga það við þína samvisku
Sævar Finnbogason, 15.7.2009 kl. 15:14
Sævar - Jú, ég mundi mæta ef það lægi fyrir af hálfu Alþingis að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu mundi ráða. En það hafa margir þingmenn, í VG og Sjálfstæðisflokknum sagt að þeir mundu greiða atkvæði með sinni samvisku um málið en ekki ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu... Þetta kom meðal annars fram hjá tveimur þingmönnum, frá þeirra eigin munni, í Kastljósi fyrr í vikunni.
Alþingismenn eru skuldbundnir samkvæmt stjórnarskrá Íslands að greiða atkvæði með sinni samvisku um mál ekki neinu öðru. Með þessari ráðgefandi leið er verið að setja þingmenn í mjög óþægilega stöðu. Ef þingmenn brjóta stjórnarskrá eru ekki einhver viðurlög, sektir og/eða fangelsi?
Róbert Viðar Bjarnason, 15.7.2009 kl. 15:23
Róbert, þú spyrð mig á bloggsíðu Heiðu "Ef þingmenn kjósa ekki samkvæmt samvisku um mál heldur stórri skoðanakönnun, eru það ekki brot á stjórnarskrá? Verða þeir þá ekki sektaðir og/eða kannski settir í fangelsi fyrir að brjóta stjórnarskránna?"
Ég kýs að svara þér á blogginu þínu samkvæmt minni samvisku.
Þingmenn eru á þingi til að vinna fyrir þjóðina og eiga því fyrst og fremst að bera hag hennar fyrir brjósti. Þeir ættu að vita hvað sé lýðræðislegast : að kjósa um að fara í aðild, nú þegar upplýsingar þær sem eru fyrir hendi eru staðhæfingar sem eiga hvergi heima nema í huga þeirra sem bera þær fram.
Ég vil vinna með eða á móti aðild þegar ég veit hvað okkur býðst. Fyrr get ég ekki tjáð mig.
Og samviska þingmanna á að vera "hagur þjóðarinnar", eða hvað ?
Lilja Skaftadóttir, 15.7.2009 kl. 17:07
Lilja - Ég er alveg sammála þér með að hagur þjóðarinnar ætti að vera samviska þingmanna. Núna hafa allavega tveir þingmenn, einn úr VG og einn úr XD sagst mundu kjósa með sinni samvisku þó að það verði ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla og þeirra skilgreining á samvisku er þeirra mat á málinu sem slíku ekki ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslan. Og það er auðveldlega hægt að færa rök fyrir því að sumir sitji heima ef þjóðaratkvæðagreiðslan er ekki bindandi.
Ég skil bara alls ekki af hverju, hingað til, XO hefur verið á móti því að þjóðin fá að kjósa núna um hvort sækja eigi um aðild að ESB. Það verður ekkert farið í aðildarviðræður fyrr en búið er, formlega, að sækja um aðild. Og í seinustu skoðanakönnun um málið kom í ljós að yfir 70% þjóðarinnar vill fá að kjósa um hvort sótt verði um aðild að ESB.
Róbert Viðar Bjarnason, 15.7.2009 kl. 17:47
Ég hef á tilfinnunginni að um sé að ræða hvort hafi komið á undan : hænan eða eggið.
Lilja Skaftadóttir, 15.7.2009 kl. 19:40
Já, en hvar eru lýðræðisumbætur, þjóðin á þing og svo framvegis þegar XO vill ekki leyfa þjóðinni að kjósa um mál sem yfir 70% vilja fá að kjósa um... Hvað gerir þingmenn XO svona mikið klárari en þjóðin að þeir þurfi að taka þessa ákvörðun fyrir hana?
Þó að ég verði ánægður ef XO þingmenn kjósa með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu er það mikil kaldhæðni að það sé gert í þessu samhengi: "Ef þið gerið ekki eins og við viljum í IceSave þá leyfum við þjóðinni að kjósa um mál sem hún vill kjósa um"...
Róbert Viðar Bjarnason, 15.7.2009 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.