Er miðstýrður nútíma Kapítalismi = miðstýrður gamaldags Kommúnismi?

Ég horfði á ágæta heimildarmynd í kvöld: Kjötborg, mynd sem fjallar um eina af seinustu sjálfstæðu einkareknu (rekið og í eigu einstaklinga, ekki  fyrirtækjasamsteypna) kjörbúðina á Íslandi.  Eftir að horfa á þessa mynd fór ég að hugsa um hversu miðstýrt okkar kapítalíska þjóðfélag er orðið.  Það er búið að hræða okkur með hættum miðstýrðs kommúnisma í áratugi en eðli hins nýkapítalíska leiks er í raun svipað með endalausum sameiningum sem leiða á endanum að örfáum miðstýrðum risafyrirtækjum sem við öll vinnum fyrir í mekanískri verksmiðju martröð.  Það var kaldhæðnislegt að Baugur Group er kostunaraðili fyrir myndina svona bara til að minna á að kaupmaðurinn á horninu er gamaldags rómantík einkaframtaksins sem getur ekki lifað af án risafyrirtækjanna...

Það er hægt að heimfæra mikið af göllum Kommúnisma yfir á miðstýrðar risafyrirtækja samsteypur:

* Drepur einstaklingsfrumkvæði þar sem einstaklingar geta varla byrjað í samkeppni við risasamsteypur, sérstaklega í vörusölu þar sem risafyrirtæki fá alltaf betra verð frá heildsölum...

* Ef það kemur upp vandamál á einum stað í kerfinu getur allt hrunið í einu, og eins og á Íslandi er heilt hagkerfi tekið með í fallinu þegar risafyrirtækin springa.

* Geigvænleg völd færast á hendur örfárra manna.

Ef að mannslíkaminn og náttúran væru miðstýrð á sama hátt og nútíma kapítalismi værum við ekki hér í dag.  Kannski getum við lært af náttúrunni um að gera samfélag okkar dreifðra, sanngjarnara og öruggara...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Mikið rétt hjá þér.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 25.12.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband